Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi 30. mars 2009 09:40 Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira