Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. júlí 2009 08:29 Michael O'Leary. Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira