Lést í flugslysinu í Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2009 18:35 Hafþór Hafsteinsson Mynd/ GVA Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira