Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum 3. mars 2009 16:41 Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans. Annað kvöld verður heimildarþátturinn Bankrot eða Gjaldþrot sýndur í danska ríkissjónvarpinu DR1 þar sem þetta kemur fram. Prófessorinn sem hér um ræðir er Finn Östrup frá Copenhagen Business School. Hlutabréfakaupin sem hér um ræðir fóru fram í árslok 2006 þegar Roskildebank átti í miklum erfiðleikum. Danska fjármálaeftirlitið hafði á þessum tíma krafist þess að bankinn bætti eiginfjárstöðu sína og varasjóð sem ætlaður var til að mæta mögrum árum. Finn Östrup segir að bankinn hafi beitt blekkingum gegn þeim viðskiptavinum sínum sem bankanum tókst að fá til að taka lán til að kaupa hlutabréfin. Kaupin hafi verið kynnt sem fjárfestingartækifæri. Flestir þeirra sem fóru að fyrirmælum bankans hvað þetta varðar eru persónulega gjaldþrota í dag þar sem þeim reyndist ómögulegt að losa sig við þessi hlutabréf síðar meir. Fram kemur í umfjöllun danskra fjölmiðla um málið að efnahagsbrotadeild dönsku lögreglunnar muni rannsaka þennan þátt í starfsemi Roskildebank og bíður nú eftir gögnum frá danska fjármálaeftirlitinu til að geta hafið rannsókn sína. Þessi frétt leiðir hugann að umfangsmiklum lánum gömlu bankanna þriggja til kaupa á eigin hlutabréfum bæði til starfsmanna sinna og viðskiptavina. Spurningin er hvort íslensk yfirvöld taki sömu afstöðu til slíks og Danir virðast gera.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira