Kínverska olíuvinnslufyrirtækið Sinopec ferfaldaði hagnað sinn á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við árið 2009. Hagnaðurinn nemur 33,2 milljörðum yuan, andvirði um 610 milljarða króna.
Þessi mikla aukning á meðal annars rætur sínar að rekja til breytinga sem hafa orðið á opinberri verðstýringu í landinu.
Marfgöldun hagnaðar fyrirtækisins er þveröfug við samdrátt í hagnaði stórfyrirtækjanna Shell og Exxon Mobil, sem tóku skellinn þegar olíuverð tók að lækka undanfarið ár.
Sinopec telur að uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins verði að minnsta kosti helmingi betra en á sama tímabili í fyrra, að því er segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Kínverskt olíuvinnslufyrirtæki margfaldar hagnað sinn
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

Mest lesið

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni
Viðskipti innlent


Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent
