Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew 17. nóvember 2009 09:50 Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta". Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta".
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira