Lögregluforingi í máli Madeleine McCann falsaði gögn Óli Tynes skrifar 24. maí 2009 11:39 Madeleine McCann hvarf fyrir tveim árum. Gonalco Amaral lögregluforingi tók fljótlega þann pól í hæðina að foreldrar Madeleine hefðu orðið henni að bana fyrir slysni. Þeir hafi sprautað í hana of stórum skammti af svefnlyfi til þess að geta farið út að borða án barnanna. Foreldrarnir eru báðir læknar. Foreldrarnir fengu stöðu grunaðra en voru um síður hreinsaðir af þessum áburði. Amaral var leystur frá rannsókn málsins vegna gagnrýni á störf hans og valdi að fara á eftirlaun.Falsaði gögn Breska blaðið Daily Telegraph segir frá því í dag að nú hafi komið í ljós að Amaral hafi falsað sönnunargögn í öðru máli. Árið 2004 hvarf hin átta ára gamla Joana Ciprian úr smábæ sem er skammt frá Praia de Luz þar sem Madeleine hvarf. Joana fannst aldrei en móðir hennar og frændi voru dæmd fyrir að myrða hana. Móðirin hélt því fram að lögreglan hefði beitt pyntingum til þess að fá þau til þess að játa. Eftir sjö mánaða rannsókn voru þrír lögreglumenn sýknaðir af þeirri ákæru. Í máli gegn Amaral sem lauk nýlega segir í dómsorði að hann hafi orðið uppvís að því að falsa sönnunargögn til þess að fegra málstað lögreglumannanna.Vilja stöðva bók BBC fréttastofan segir að foreldrar Madeleine ætli að höfða mál á hendur Amaral fyrir þær fullyrðingar að þeir hafi falið lík hennar. Foreldrarnir vilja einnig stöðva bók sem Amaral hefur skrifað um málið. Þar heldur hann því fram að Madeleine sé dáin, en það vilja foreldrarnir ekki samþykkja. Fyrr í þessari viku var upplýst að einkalögreglumaður sem vinnur fyrir foreldra Madeleine tengi dæmdan breskan barnaníðing við hvarf hennar. Hann bjó skammt frá Praia da Luz þegar Madeleine hvarf fyrir tveim árum. Madeleine McCann Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Gonalco Amaral lögregluforingi tók fljótlega þann pól í hæðina að foreldrar Madeleine hefðu orðið henni að bana fyrir slysni. Þeir hafi sprautað í hana of stórum skammti af svefnlyfi til þess að geta farið út að borða án barnanna. Foreldrarnir eru báðir læknar. Foreldrarnir fengu stöðu grunaðra en voru um síður hreinsaðir af þessum áburði. Amaral var leystur frá rannsókn málsins vegna gagnrýni á störf hans og valdi að fara á eftirlaun.Falsaði gögn Breska blaðið Daily Telegraph segir frá því í dag að nú hafi komið í ljós að Amaral hafi falsað sönnunargögn í öðru máli. Árið 2004 hvarf hin átta ára gamla Joana Ciprian úr smábæ sem er skammt frá Praia de Luz þar sem Madeleine hvarf. Joana fannst aldrei en móðir hennar og frændi voru dæmd fyrir að myrða hana. Móðirin hélt því fram að lögreglan hefði beitt pyntingum til þess að fá þau til þess að játa. Eftir sjö mánaða rannsókn voru þrír lögreglumenn sýknaðir af þeirri ákæru. Í máli gegn Amaral sem lauk nýlega segir í dómsorði að hann hafi orðið uppvís að því að falsa sönnunargögn til þess að fegra málstað lögreglumannanna.Vilja stöðva bók BBC fréttastofan segir að foreldrar Madeleine ætli að höfða mál á hendur Amaral fyrir þær fullyrðingar að þeir hafi falið lík hennar. Foreldrarnir vilja einnig stöðva bók sem Amaral hefur skrifað um málið. Þar heldur hann því fram að Madeleine sé dáin, en það vilja foreldrarnir ekki samþykkja. Fyrr í þessari viku var upplýst að einkalögreglumaður sem vinnur fyrir foreldra Madeleine tengi dæmdan breskan barnaníðing við hvarf hennar. Hann bjó skammt frá Praia da Luz þegar Madeleine hvarf fyrir tveim árum.
Madeleine McCann Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira