Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 10:11 Mynd/AP Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57