Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum 23. maí 2009 07:44 Hamilton var meðal fremstu manna á æfingum í Mónakó og ekur í tímatökum í hádeginu í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu. Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu.
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira