Doktor Dómsdagur varar enn við hremmingum 27. janúar 2009 18:15 Prófessor Nouriel Roubini. Mynd/AFP Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Roubini komst í sviðsljósið fyrir um þremur árum þegar hann spáði fyrir um hremmingar tengdum bandarískum fasteignamarkaði og dómínó-áhrifa því tengdu. Margir af helstu svartsýnisspám hans hafa gengið eftir. Á meðal þeirra voru þrengingar banka og fjármálafyrirtækja af völdum of mikillar skuldsetningar. Fyrir vikið hlaut hann viðurnefnið „Doktor Dómsdagur“.Roubini sagði í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag hagvöxt í Kína verða undir fimm prósent og að sex milljónir vinnufærra manna muni fara á atvinnuleysisbætur og muni atvinnuleysi toppa í níu prósentum vestanhafs. Þá muni bandaríska hagkerfið ná hápunkti á næsta ári með hagvexti upp á eitt prósent.„Það er engin felustaður lengur til fyrir kreppunni," sagði Roubini og benti á að hremmingarnar teygðu sig nú um allan heim.Hann mælir með því að bandarísk stjórnvöld ríkisvæði stærstu banka landsins. Bankarnir, að hans mati, séu svo illa staddir eftir það sem á undan sé gengið, að skuldir séu langt umfram eignir og séu þeir í raun og veru gjaldþrota. Hugsanlega megi selja þá aftur eftir tvö til þrjú ár.Hann líkti ástandinu nú við efnahagslægðina sem gekk yfir Asíu á tíunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld í Japan hafi látið hjá líða að bjarga fjármálafyrirtækjunum á sama tíma og verðhjöðnun og kreppa reið yfir með þeim afleiðingum að ekki tókst að blása lífi í hagvöxt þar á ný. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Roubini komst í sviðsljósið fyrir um þremur árum þegar hann spáði fyrir um hremmingar tengdum bandarískum fasteignamarkaði og dómínó-áhrifa því tengdu. Margir af helstu svartsýnisspám hans hafa gengið eftir. Á meðal þeirra voru þrengingar banka og fjármálafyrirtækja af völdum of mikillar skuldsetningar. Fyrir vikið hlaut hann viðurnefnið „Doktor Dómsdagur“.Roubini sagði í samtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag hagvöxt í Kína verða undir fimm prósent og að sex milljónir vinnufærra manna muni fara á atvinnuleysisbætur og muni atvinnuleysi toppa í níu prósentum vestanhafs. Þá muni bandaríska hagkerfið ná hápunkti á næsta ári með hagvexti upp á eitt prósent.„Það er engin felustaður lengur til fyrir kreppunni," sagði Roubini og benti á að hremmingarnar teygðu sig nú um allan heim.Hann mælir með því að bandarísk stjórnvöld ríkisvæði stærstu banka landsins. Bankarnir, að hans mati, séu svo illa staddir eftir það sem á undan sé gengið, að skuldir séu langt umfram eignir og séu þeir í raun og veru gjaldþrota. Hugsanlega megi selja þá aftur eftir tvö til þrjú ár.Hann líkti ástandinu nú við efnahagslægðina sem gekk yfir Asíu á tíunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld í Japan hafi látið hjá líða að bjarga fjármálafyrirtækjunum á sama tíma og verðhjöðnun og kreppa reið yfir með þeim afleiðingum að ekki tókst að blása lífi í hagvöxt þar á ný.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira