Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð 22. nóvember 2009 12:05 CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira