Landsbanki og Glitnir meðal kröfuhafa í Centerplan 27. mars 2009 14:18 Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Íslensku bankarnir eru í hópi nokkurs fjölda evrópskra banka á borð við HSH og Hyporeal í Þýskalandi, SNS í Hollandi, DnB Nord í Noregi og hinum danska Fionia Bank. Samtals nema kröfur þessara banka og annarra hátt í fjórum milljörðum danskra kr. eða nær 80 milljörðum kr. Centerplan er fasteignafélag sem varð gjaldþrota þann 16. desember s.l. Félagið var annar af tveimur stærstu viðskiptavinum Roskilde bank en sá banki varð gjaldþrota fyrir rúmum mánuði síðan. Í frétt á börsen.dk segir að einn af þremur skiptastjórum í þrotabúi Roskilde Bank, lögmaðurinn Pernille Bigaard, sé um það bil að kæra Carsten Leveau forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Centerplan var með lánaramma upp á 815 milljónir danskra kr. hjá Roskilde Bank. Bigaard segir að kæran muni beinast beint að Leveau en ekki Centerplan. „Ég er að vinna að þessari kæru í augnablikinu en fyrr en við skiptastjórarnir höfum skoðað málið vandlega og farið yfir það get ég ekki sagt meira um málið," segir Bigaard. Meðal fyrirhugaðra verka Centerplan var mikil turnbygging á Scala-torginu rétt hjá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Íslensku bankarnir eru í hópi nokkurs fjölda evrópskra banka á borð við HSH og Hyporeal í Þýskalandi, SNS í Hollandi, DnB Nord í Noregi og hinum danska Fionia Bank. Samtals nema kröfur þessara banka og annarra hátt í fjórum milljörðum danskra kr. eða nær 80 milljörðum kr. Centerplan er fasteignafélag sem varð gjaldþrota þann 16. desember s.l. Félagið var annar af tveimur stærstu viðskiptavinum Roskilde bank en sá banki varð gjaldþrota fyrir rúmum mánuði síðan. Í frétt á börsen.dk segir að einn af þremur skiptastjórum í þrotabúi Roskilde Bank, lögmaðurinn Pernille Bigaard, sé um það bil að kæra Carsten Leveau forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Centerplan var með lánaramma upp á 815 milljónir danskra kr. hjá Roskilde Bank. Bigaard segir að kæran muni beinast beint að Leveau en ekki Centerplan. „Ég er að vinna að þessari kæru í augnablikinu en fyrr en við skiptastjórarnir höfum skoðað málið vandlega og farið yfir það get ég ekki sagt meira um málið," segir Bigaard. Meðal fyrirhugaðra verka Centerplan var mikil turnbygging á Scala-torginu rétt hjá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira