Heimsmarkaðsverð á áli fór undir 1.400 dollara á tonnið á markaðinum í London í morgun. Stendur verðið nú, miðað við þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.399.50 dollurum.
Verðið á áli er því komið í sömu stöðu á það var um mánaðarmótin mars/apríl í ár. Frá þeim tíma hafði það síðan stöðugt hækkað þar til um miðjan þennan mánuð að verðið fór að gefa eftir að nýju.
Þann 15. maí s.l. stóð verðið í tæpum 1.510 dollurum á tonnið en verðið fór hæst á þessu ári í 1.585 dollara á tonnið í vikunni þar á undan.