Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 20:17 Naysmith fagnar marki sínu á Laugardalsvellinum árið 2002. Mynd/Getty Images Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira