Sebastian Vettel: Skylda mín að sigra 21. júní 2009 08:37 Sebastian Vettel undirritar fyrir áhorfendur ásamt öðrum Formúlu 1 ökumönnum á Silverstone. Mynd: AFP Möguleiki er á rigningu á Silverstone mótinu sem fer af stað í hádeginu, en Þjóðverjinn Sebastian er fremstu á ráslínu, en Rubens Barrichello við hlið hans. Forystumaður stigamótsins er sjötti, en það er Jenson Button. Lewis Hamilton sem vann mótið í fyrra er nítjándi. Red Bull lið Vettels mætti með talsvert breyttan bíl á Silverstone og Button segir liðið fljótari en Brawn og gæti munurinn verið allt að hálf sekúnda í hring. Vettel er hæstánægður með breytingarnar, en nýr framvængur, endurbættur loftdreifir og vélarhlif eru meðal hluta sem bíllinn státar á lokamótinu á Silverstone. "Það er mikil gleði í herbúðum Red Bull og gaman að vera í bílskýlinu og fylgjast með undirbúningnum. Músíkin er á fullu og menn vinna með bros á vor, menn eru eiginlega dansandi í vinnunni... Strákarnir hafa lagt mikla vinnu á sig og það skilar sér í góðum bíl. Það er eiginlega skylda mín að standa mig vel og skila sigri. Strákarnir eiga það skilið og það er gaman að fær þeim velgengni, eftir erfið ár hjá Red Bull. Núna er tími liðsins kominn", sagði Vettel. Bein útsending frá mótinu á Silverstone hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport og verður m.a. rætt við Ólaf Guðmundsson Formúlu 1 dómara um deilurnar FIA og FOTA í upphitun fyrir kappaksturinn. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Möguleiki er á rigningu á Silverstone mótinu sem fer af stað í hádeginu, en Þjóðverjinn Sebastian er fremstu á ráslínu, en Rubens Barrichello við hlið hans. Forystumaður stigamótsins er sjötti, en það er Jenson Button. Lewis Hamilton sem vann mótið í fyrra er nítjándi. Red Bull lið Vettels mætti með talsvert breyttan bíl á Silverstone og Button segir liðið fljótari en Brawn og gæti munurinn verið allt að hálf sekúnda í hring. Vettel er hæstánægður með breytingarnar, en nýr framvængur, endurbættur loftdreifir og vélarhlif eru meðal hluta sem bíllinn státar á lokamótinu á Silverstone. "Það er mikil gleði í herbúðum Red Bull og gaman að vera í bílskýlinu og fylgjast með undirbúningnum. Músíkin er á fullu og menn vinna með bros á vor, menn eru eiginlega dansandi í vinnunni... Strákarnir hafa lagt mikla vinnu á sig og það skilar sér í góðum bíl. Það er eiginlega skylda mín að standa mig vel og skila sigri. Strákarnir eiga það skilið og það er gaman að fær þeim velgengni, eftir erfið ár hjá Red Bull. Núna er tími liðsins kominn", sagði Vettel. Bein útsending frá mótinu á Silverstone hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Sport og verður m.a. rætt við Ólaf Guðmundsson Formúlu 1 dómara um deilurnar FIA og FOTA í upphitun fyrir kappaksturinn. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira