Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída.
Eignarhaldsfélagið Blackstone er nú að ganga frá samningum á kaupum á Busch Entertainment Corp., sem er stærsti skemmtigarðarekandi Bandaríkjanna.
Félagið, með Stephen Schwarzman í broddi fylkingar, kaupir eignarhlutinn af Anheuser-Busch InBev, Belgíska/Bandaríska bruggrisanum.
Yfirtakan á Busch Entertainment sem metin er á bilinu 2,5 til 3 milljarða dollara þýðir að 10 skemmtigarðar munu bætast við skemmtanahluta Blackstone.
Nú þegar á félagið Merlin Entertainmaint Group, sem ásamt Madame Tussauds, reka einnig Alton Towers og Chessington World of Adventures.
Nú þegar stjórnar Blackstone Breska orlofs þorpinu Center Parcs en einnig á félagið Universal Studios í Orlando ásamt fjölmiðla og skemmtanarisanum NBC Universal.