Styrkleikaröðun klár fyrir opna ástralska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 11:15 Novak Djokovic bar sigur úr býtum í einliðaleik karla í fyrra. Nordic Photos / Getty Images Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi Erlendar Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi
Erlendar Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira