Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum.
Margir vilja meina að stærstu og bestu fjárfestingarkostirnir séu í Kína þar sem mikil tækifæri eru í framleiðslu og lágur framleiðslukostnaður eykur rekstrargetu fyrirtækja.
Hins vegar hafa Kínverjar legið undir mikilli gagnrýni þar sem vinnuþrælkun hefur tíðkast í landinu um áratugaskeið. Kína er þriðja stærsta hagkerfi heims, á eftir Bandaríkjunum og Japan, og fer ört stækkandi.
Nikkeí 225 hlutabréfavísitalan í Tokyo lækkaði um 0,4% eftir töluverða hækkun í upphafi dags en jafnaðarflokkurinn í Japan sigraði frjálslynda jafnaðarmenn í japönsku þingkosningum um helgina. Frjálslyndir jafnaðarmenn hafa farið með stjórnartaumana í Japan undanfarin ár.
Japanska jenið styrktist um 0,9% eftir þingkosningarnar en fjárfestar vonast til þess að ný ríkisstjórn muni koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun í Japan.
Mikil lækkun hlutabréfa í Kína

Mest lesið

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent




Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent