Bjarni Ben: Betur borgið utan ESB Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2009 12:25 Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er sú að komast að sömu niðurstöðu og áður um að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, sagði Bjarni Benediktsson formannsframbjóðandi á landsfundi flokksins í morgun. Mikil andstaða er við aðild Íslands að sambandinu á landsfundinum. Heimir Már Pétursson. Ef sá tónn sem sleginn var af ræðumönnum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í umræðu um Evrópumál í morgun ræður ferðinni um þau mál í flokknum, er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að fara að beita sér fyrir því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu. Borinn var fram tillaga um að vísa umræðum um evrópumálin frá landsfundi en hún var fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. En í formlegri tillögu sem liggur fyrir fundinum er forystu flokksins falið að leita samkomulags á Alþingi um að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort skuli sótt um aðild. „Afstaða mín er sú að ef kröfur og markmið eru skýr og ófrávíkjanleg er unnt að segja já við slíkum viðræðum. Ef einhver vafi er um það verður að segja nei," sagði Kristján Þór Júlíusson annar formanna evrópunefndar flokksins og frambjóðandi til embættis formanns í Sjálfstæðisflokknum. Björn Bjarnason þingmaður flokksins var einarður í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu og sló á þjóðernislegar nótur og minnti á að Evrópusambandið hafi staðið með Bretum í deilum þeirra við Íslendinga varðandi Icesave reikningana. Og frændi hans Bjarni Benediktsson sem flestir telja að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins sagði meðal annars að þeir sem áttu von á því að úr þessu hagsmunamati kæmi sú stenfna að flokkurinn ætlaði inn í Evrópusambandið hafi verið á villigötum. „Við höfum komist aftur að þeirri niðurstöðu að okkar hagsmunum er betur borgið utan ESB en innan þess," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira