Fullskipað í öll Formúlu 1 lið 6. febrúar 2009 09:36 Sebastin Bourdais mun aka með Torro Rosso eins og í fyrra. mynd: kappakstur.is Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso. Borudais hefur þurft að þola langa og taugatrekkjandi bið í vetur. Hann ók hjá Torro Rosso í fyrra með misgóðum árangri og yfirmenn hans voru ekki vissir um að hann hefði það sem til þarf. En nýjar reglur og notkun sléttra kappakstursdekkja sem Bourdais þekkir vel úr bandarískum mótaröðum urðu til þess að Franz Tost tók þá ákvörðun að framlengja samning hans. Þar með eru möguleikar Takuma Sato á endurkomu í Formúlu 1 úr sögunni. Hann ók áður með Super Aguri liðinu sem varð gjaldþrota. Bourdais var að vonum ánægður með samninginn. "Þetta er búinn að vera erfiður vetur, en ég hlakka til að takast á við tímabilið og nýjar reglur Formúlunnar. Árið verður spennandi", sagði Bourdais. Nánar um Bourdais Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso. Borudais hefur þurft að þola langa og taugatrekkjandi bið í vetur. Hann ók hjá Torro Rosso í fyrra með misgóðum árangri og yfirmenn hans voru ekki vissir um að hann hefði það sem til þarf. En nýjar reglur og notkun sléttra kappakstursdekkja sem Bourdais þekkir vel úr bandarískum mótaröðum urðu til þess að Franz Tost tók þá ákvörðun að framlengja samning hans. Þar með eru möguleikar Takuma Sato á endurkomu í Formúlu 1 úr sögunni. Hann ók áður með Super Aguri liðinu sem varð gjaldþrota. Bourdais var að vonum ánægður með samninginn. "Þetta er búinn að vera erfiður vetur, en ég hlakka til að takast á við tímabilið og nýjar reglur Formúlunnar. Árið verður spennandi", sagði Bourdais. Nánar um Bourdais
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira