Leiðtogar lífsins Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 31. mars 2009 06:00 Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir. Þannig var það gjarnan í fasistaríkjunum: frek hugmyndafræði og yfirgangssöm féll í góðan jarðveg sem var rýr að öðrum gildum og nothæfum hugmyndum. Við erum ekki beint að kafna úr góðum hugmyndum þessi dægrin. Sterkar líkur eru á að hugmyndarík og vel orðuð lög okkar séu svo götótt að snjallir þjófar með aðstoð lögfræðinga sinna hafi um hábjartan dag rænt stóran hluta fjármagnseigenda stórum hluta fjárins, bæði í bréfum og seðlum. Er nema von að aðalbankastjóranum hafi dottið í hug í fullri alvöru sú allsgáða hugmynd að að gera allt þjóðfélagið að þjófafélagi á alþjóðavettvangi. Litla þjófafélagið Þörf skortir nú nýjan tilgang í lífinu, rétt eins og ræningjana forðum, þá Kasper, Jesper og Jónatan, arðvænleg störf. Helst við framleiðslu vöru sem selja má fyrir valútu. Hugmyndir eru vel þegnar: einhver vill fara að hreinrækta ull í öðrum sauðalitum en hvítum og koma fornum litstofnum ullarinnar íslensku í vernd, jafnvel takast á við það verkefni að vinna hina fornu skiptingu ullarinnar í mjúkt og hart, þel og tog, í band fyrir heiminn sem vantar bæði sokka og peysur. Annar vill nota afla sjávar í annað og merkilegra en húsdýrafóður, haus, fisk og slóg og selja heiminum svo hraðfrystan fisk að hann spriklar enn þá hann er þýddur. Þingheimur hló þegar eitthvert fíflið hélt því fram að enn mætti lesa grös og vinna úr blómknúppum þótt stór hluti heimsins haldi sig enn við þá iðju og selji okkur fjarlægan ilm sem við notum spari, bæði útvortis og innvortis. Sömu menn hafa haldið fram þeirri stefnu að vegvæða víðernin eða sökkva þeim í rafmagnslón, frekar en að hafa hér til alþjóðanota þann griðastað sem vandfundinn er í heiminum fyrir utan heitar auðnir Afríku og Asíu eða helkalda jökla sem eyðast hratt. Við getum enn gert út á gestrisni. Okkar vantar ekki einn leiðtoga heldur þúsund, ekki eina hugmynd heldur margar. Og svo nennu til að koma þeim í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun
Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir. Þannig var það gjarnan í fasistaríkjunum: frek hugmyndafræði og yfirgangssöm féll í góðan jarðveg sem var rýr að öðrum gildum og nothæfum hugmyndum. Við erum ekki beint að kafna úr góðum hugmyndum þessi dægrin. Sterkar líkur eru á að hugmyndarík og vel orðuð lög okkar séu svo götótt að snjallir þjófar með aðstoð lögfræðinga sinna hafi um hábjartan dag rænt stóran hluta fjármagnseigenda stórum hluta fjárins, bæði í bréfum og seðlum. Er nema von að aðalbankastjóranum hafi dottið í hug í fullri alvöru sú allsgáða hugmynd að að gera allt þjóðfélagið að þjófafélagi á alþjóðavettvangi. Litla þjófafélagið Þörf skortir nú nýjan tilgang í lífinu, rétt eins og ræningjana forðum, þá Kasper, Jesper og Jónatan, arðvænleg störf. Helst við framleiðslu vöru sem selja má fyrir valútu. Hugmyndir eru vel þegnar: einhver vill fara að hreinrækta ull í öðrum sauðalitum en hvítum og koma fornum litstofnum ullarinnar íslensku í vernd, jafnvel takast á við það verkefni að vinna hina fornu skiptingu ullarinnar í mjúkt og hart, þel og tog, í band fyrir heiminn sem vantar bæði sokka og peysur. Annar vill nota afla sjávar í annað og merkilegra en húsdýrafóður, haus, fisk og slóg og selja heiminum svo hraðfrystan fisk að hann spriklar enn þá hann er þýddur. Þingheimur hló þegar eitthvert fíflið hélt því fram að enn mætti lesa grös og vinna úr blómknúppum þótt stór hluti heimsins haldi sig enn við þá iðju og selji okkur fjarlægan ilm sem við notum spari, bæði útvortis og innvortis. Sömu menn hafa haldið fram þeirri stefnu að vegvæða víðernin eða sökkva þeim í rafmagnslón, frekar en að hafa hér til alþjóðanota þann griðastað sem vandfundinn er í heiminum fyrir utan heitar auðnir Afríku og Asíu eða helkalda jökla sem eyðast hratt. Við getum enn gert út á gestrisni. Okkar vantar ekki einn leiðtoga heldur þúsund, ekki eina hugmynd heldur margar. Og svo nennu til að koma þeim í verk.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun