Deilt um Frank Sinatra 27. maí 2010 11:00 Scorsese vill gera Goodfellas-kvikmynd um Frank Sinatra en dóttir stjörnunnar er ekki hrifin af þeirri nálgun. Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum. Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Ævi ítalskættaða söngvarans Frank Sinatra er sveipuð goðsagnakenndum ljóma. Hann var ætíð áberandi í bandarísku þjóðlífi, tók umdeildar ákvarðanir á stjórnmálasviðinu, studdi menn og málefni á opinberum vettvangi, var bendlaður við mafíuna og var allan sinn feril hleraður af FBI. Efniviðurinn er sannarlega fyrir hendi fyrir góða bíómynd En Sinatra, stóra myndin um Frank, hefur aldrei verið gerð. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Kvikmyndir um tónlistarmenn eru gerðar með reglulegu millibili. Og þær draga ekki alltaf upp fallega mynd af viðkomandi listamanni. Ævi og einkalíf sveitasöngvarans Johnny Cash í Walk the Line var ekki meðhöndlað neinum silkihönskum þar sem maðurinn í svörtu hélt framhjá eiginkonu sinni, smyglaði eiturlyfjum og var raunar hið mesta fól þar til hann fann Jesú. John Lennon ratar líka með jöfnu millibili á hvíta tjaldið, sömuleiðis Presley. Scorsese vill Al Pacino í stóra hlutverkið, dótturina dreymir helst um að sjá George Clooney sem bláskjá. CBS-sjónvarpsstöðin réðst fyrir næstum tuttugu árum í gerð viðamikillar sjónvarpsþáttaraðar um Frank Sinatra. Phil Casnoff, þekktur fyrir sjónvarps- og sviðsleik, var fenginn til að túlka Sinatra. Hún var frumsýnd árið 1991 og fékk Golden Globe-verðlaun og sitthvað fleira. Sinatra var hins vegar enn á lífi og Casnoff hitti meira að segja goðsögnina meðan á tökum stóð. Þannig að ekki var rými til að skoða sögu söngvarans með gagnrýnum gleraugum. Þar er af nægu að taka; Sinatra daðraði við stjórnmál jafnt sem konur, studdi John F. Kennedy, átti vingott við mafíuósa og glímdi ætíð við mikið þunglyndi. Fjölskyldulífið var því oft þjakað af miklum skapsveiflum eins og kemur fram í ævisögu dóttur hans, Tinu Sinatra. Sinatra hefur því aldrei fengið það framhaldslíf á hvíta tjaldinu sem hann á skilið. Martin Scorsese er nú sagður vera með handrit að kvikmynd um Sinatra og Brett Ratner hefur einnig lýst því yfir að hann vilji gera mynd þar sem ævi Sinatra er í aðalhlutverki. Scorsese hefur hins vegar ekki gert það upp við sig hvernig hann vilji gera myndina; tveir valmöguleikar séu í stöðunni. Annars vegar að gera tímabilsmynd með einum leikara í hlutverki Sinatra eða gera myndina á svipaðan hátt og Todd Haynes gerði með Bob Dylan þar sem nokkrir leikarar gerðu honum skil. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Scorsese þó mestan hug á að gera tímabilsmynd sem yrði í svipuðum stíl og Goodfellas og leikstjórinn magnaði lýsti því strax yfir að Al Pacino væri kjörinn í hlutverk Sinatra, De Niro smellpassaði síðan sem Dean Martin. En eftir því sem fréttir herma frá Hollywood þá er fjölskyldu Sinatra ákaflega umhugað um ímynd söngvarans. Og líst ekkert á að Scorsese vilji gera „Goodfellas"-kvikmynd um söngvarann. Tina Sinatra, sem á réttinn að öllum verkum föður síns, er ekki sögð vera himinlifandi með yfirlýsingar Scorsese. Henni líst til að mynda illa á Al Pacino í hlutverk föður síns. „Ég myndi vilja sjá George Clooney leika hann," sagði Tina í samtali við fjölmiðla og vill að eigin sögn fá nokkuð mjúka mynd af föður sínum. Því ber að halda til að haga að Tina á allan réttinn að lögum föður síns og því veltur ansi mikið á henni og hennar skoðunum.
Golden Globes Tengdar fréttir Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Vill Pacino sem Frank Sinatra Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. 26. maí 2010 11:30