Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun 15. apríl 2010 04:30 skráningarborðið Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira