Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum 20. ágúst 2010 08:30 vel tekið Dóra Takefusa er ánægð með móttökurnar sem nýopnað kaffihús hennar í Kaupmannahöfn hefur fengið. „Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira