Danskir bankar gætu tapað 1.400 milljörðum á landbúnaði 20. janúar 2010 11:06 Nýir útreikningar sýnar að danskir bankar gætu tapað allt að 60 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 1.400 milljörðum kr. á landbúnaðargeira landsins.Það eru bændasamtök Danmerkur (Landboforeningen) sem hafa reiknað þessa upphæð út frá gögnum hjá Seðlabanka Danmerkur. „Þetta gæti látið síðustu bankakreppu líta út eins og barnagælur," segir Henrik Danielsen forstjóri Patriotisk Selskap í samtali við Berlingske Tidende.Finn Östrup prófessor við Copenhagen Business School er sammála Danielsen. „Þessir útreikningar eru ekki óraunhæfir. Við erum að ræða um tifandi tímasprengju undir bankakerfinu," segir Östrup og bætir því við að bráðnauðsynlegt sé að greina skuldakreppu landbúnaðarins og hvernig hægt sé að ráða við hana.Danskur landbúnaður er mjög skuldsettur en mjög margir bændur og framleiðslueiningar í dönskum landbúnaði tóku mikið af lánum í góðærinu sem ríkti áður en fjármálakreppan skall á. Stór hluti þessara skulda er í erlendum gjaldeyri einkum svissneskum frönkum. Danska krónan hefur svo fallið um mörg prósent gagnvart frankanum sem léttir ekki á stöðunni.Finn Östrup segir að danskir bankar séu búnir að mála sig út í horn. „Þetta er ekki bara orðin spurning um skuldir landbúnaðarins í held upp á 350 milljarða (danskra) króna," segir Östrup. „Þetta er spurning um að landbúnaðarkreppan gæti orðið verri en fasteignakreppan." Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýir útreikningar sýnar að danskir bankar gætu tapað allt að 60 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 1.400 milljörðum kr. á landbúnaðargeira landsins.Það eru bændasamtök Danmerkur (Landboforeningen) sem hafa reiknað þessa upphæð út frá gögnum hjá Seðlabanka Danmerkur. „Þetta gæti látið síðustu bankakreppu líta út eins og barnagælur," segir Henrik Danielsen forstjóri Patriotisk Selskap í samtali við Berlingske Tidende.Finn Östrup prófessor við Copenhagen Business School er sammála Danielsen. „Þessir útreikningar eru ekki óraunhæfir. Við erum að ræða um tifandi tímasprengju undir bankakerfinu," segir Östrup og bætir því við að bráðnauðsynlegt sé að greina skuldakreppu landbúnaðarins og hvernig hægt sé að ráða við hana.Danskur landbúnaður er mjög skuldsettur en mjög margir bændur og framleiðslueiningar í dönskum landbúnaði tóku mikið af lánum í góðærinu sem ríkti áður en fjármálakreppan skall á. Stór hluti þessara skulda er í erlendum gjaldeyri einkum svissneskum frönkum. Danska krónan hefur svo fallið um mörg prósent gagnvart frankanum sem léttir ekki á stöðunni.Finn Östrup segir að danskir bankar séu búnir að mála sig út í horn. „Þetta er ekki bara orðin spurning um skuldir landbúnaðarins í held upp á 350 milljarða (danskra) króna," segir Östrup. „Þetta er spurning um að landbúnaðarkreppan gæti orðið verri en fasteignakreppan."
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira