Birgir Leifur: Fæ með þessu rosalega gott sjálftraust fyrir framhaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 18:36 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Stefán „Þetta var gríðarlega spennandi og ljúft að sigra," sagði Birgir Leifur Hafþórsson eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn en hann var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins frá Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld. „Það var sárt að sjá þá klúðra meira en ég hélt mínu striki og var að spila rosalega vel í vindunum. Því for sem fór ég náði að halda mínu en það var leitt að sjá þá klúðra sínu," sagði Birgir Leifur um þróun mála á 12. til 14. holu þegar hann stakk keppninauta sína af. „Þetta er rosalega gott sjálftraust fyrir það að fara aftur í atvinnumennskuna og það er gaman að koma til baka og byrja svona vel. Ég var að finna mig vel og var að slá góð högg við erfiðar aðstæður," sagði Birgir Leifur. „Spilamennskan mín í mótinu var upp og ofan en hún jafnaðist alltaf út. Það voru góð högg en jafnframt góð pútt og léleg pútt. Þetta var þannig völlur að maður þurfti að sýna þolinmæði og reyna að halda sig inn á vellinum og það tókst allt að lokum," sagði Birgir Leifur sem vann mótið með þriggja högga mun. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var gríðarlega spennandi og ljúft að sigra," sagði Birgir Leifur Hafþórsson eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn en hann var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins frá Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld. „Það var sárt að sjá þá klúðra meira en ég hélt mínu striki og var að spila rosalega vel í vindunum. Því for sem fór ég náði að halda mínu en það var leitt að sjá þá klúðra sínu," sagði Birgir Leifur um þróun mála á 12. til 14. holu þegar hann stakk keppninauta sína af. „Þetta er rosalega gott sjálftraust fyrir það að fara aftur í atvinnumennskuna og það er gaman að koma til baka og byrja svona vel. Ég var að finna mig vel og var að slá góð högg við erfiðar aðstæður," sagði Birgir Leifur. „Spilamennskan mín í mótinu var upp og ofan en hún jafnaðist alltaf út. Það voru góð högg en jafnframt góð pútt og léleg pútt. Þetta var þannig völlur að maður þurfti að sýna þolinmæði og reyna að halda sig inn á vellinum og það tókst allt að lokum," sagði Birgir Leifur sem vann mótið með þriggja högga mun.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira