Framkvæmdin önnur en í Noregi 19. apríl 2010 06:00 Við miðlaraborðið í Kaupþingi í desember 2008. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir hefðu betur dregið frá eiginfé sínu lán sem veitt voru gegn veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Fréttablaðið/Vilhelm Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum," segir þar og bent á að trygging sú sem fjármálafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil" því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu." Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøystein Gjesdal við Verslunarháskólann í Bergen að samkvæmt norskum lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira