Hætti sem vallarvörður og ákvað að gera gamanþætti 10. nóvember 2010 08:00 Stjörnulið Gestur Valur Sveinsson segist njóta aðstoðar Caspers Christiansen, Klovn-stjörnu, við að útfæra hugmynd að nýrri gamanþáttarö sem verður sýnd á RÚV eftir áramót. Arnar B. Gunnlaugsson knattspyrnukappi rekur framleiðslufyrirtækið Clear River Production ásamt Gesti Val en það framleiðir þættina. „Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Ég var svolítið svekktur með þá og fannst þeir fara illa með mig. Ég ákvað hins vegar að horfa fram á veginn, segja upp vallarstjórastarfinu á Vodafone-vellinum og fara í skóla til að læra sjálfur hvernig á að skrifa handrit,“ segir Gestur Valur Svansson leikstjóri. Tríó er heiti á nýrri gamanþáttaröð sem fer í sýningar eftir áramót á RÚV en Gestur skrifar bæði handritið að þeim og mun leikstýra þáttunum. Gestur Valur vakti mikla athygli fyrir þremur árum þegar hann lýsti því í samtali við Fréttablaðið að hann væri hugmyndasmiður Næturvaktarinnar, en nú er sá tími liðinn og Gestur hyggst hasla sér völl í kvikmyndagerðinni sjálfur. Gestur er þegar búinn að ráða aðalleikara í þættina en það eru þau Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson og María Guðmundsdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson. Þættirnir fjalla um nágrannaerjur íbúa í þriggja íbúða raðhúsi. Þættirnir verða teknir upp í Mosfellsbæ en tökur hefjast í næstu viku. Að sögn Gests Vals var handritið að Tríói tilbúið fyrir tveimur árum en þá hrundi allt fjármálakerfið. „Ég lét því þýða tvo þætti yfir á dönsku og sendi til Caspers Christiansen,“ útskýrir Gestur en Casper er annar af Klovn-tvíeykinu. Þeir tveir hittust síðan í Los Angeles þar sem Casper, að sögn Gests, lýsti yfir mikilli ánægju með handritið. „Hann útskýrði fyrir okkur hvernig þeir hefðu staðið að sínum málum, hvað þeir hefðu átt lítinn pening og svo framvegis og svo framvegis. Við ætlum að gera þetta á svipaðan hátt og þeir, taka þetta upp hratt og hrátt.“ Gestur bætir því við að samstarfi hans og Caspers sé síður en svo lokið, þeir ætli sér að skrifa handrit að Hollywood-kvikmynd saman og eru þegar búnir að leggja línurnar fyrir það. Framleiðslufyrirtækið Clear River Production sér um framleiðsluna á Tríói en Garðar á það ásamt Arnari B. Gunnlaugssyni sem kannski er þekktastur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum. „Ég hafði samband við hann fyrir um ári síðan og eftir nokkur fundarhöld lét hann slag standa. Við höfum háleitar hugmyndir og stefnum langt, ætlum alla leið til Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“