Tiger Woods tjáir sig á morgun - engar spurningar leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 09:30 Tiger Woods og kona hans þegar allt lék í lyndi,. Mynd/Getty Images Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu. Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu.
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira