Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum 10. janúar 2010 11:38 Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira