Vettel fljótari en Webber á fyrstu æfingunni 5. nóvember 2010 13:41 Sebastian Vettel var fremstur allra á fyrstu æfingu keppnisliða í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel á Red Bull var sneggstur um Interlagos brautina í Brasilíu í dag, en næst síðasta mót ársins fer fram á brautinni á sunnudaginn. Vettel varð tæplega hálfri sekúndu á undan Mark Webber á samskonar bíl. Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren komu næstir, en Fernando Alonso á Ferrari lenti í vandræðum með bíl sinn á lokaspretti æfingarinnar og stöðvaðist í brautinni. Þessi kappar eru í titilslag um helgina og Alonso er í forystu í stigamóti ökumanna. Vitaly Petrov á Renault keyrði harkalega útaf og skall á varnarvegg og Kamyi Kobayahsi á samskonar bíl fór útaf á svipuðum stað, en slapp betur. Báðir urðu þó að hætta æfingunni vegna skemmda á bílunum. Tímarnir fremstu manna: 1. Vettel, Red Bull 1.12.328, 2. Webber + 0.482, 3. Hamilton + 0.517, 4. Button + 0.839, 5. Kubica + 1.042, 6. Rosberg + 1.188, 7. Barrichello + 1.218, 8. Schumacher + 1.315, 9. Sutil + 1.590, 10. Heidfeld + 1.672. Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull var sneggstur um Interlagos brautina í Brasilíu í dag, en næst síðasta mót ársins fer fram á brautinni á sunnudaginn. Vettel varð tæplega hálfri sekúndu á undan Mark Webber á samskonar bíl. Lewis Hamilton og Jenson Button á McLaren komu næstir, en Fernando Alonso á Ferrari lenti í vandræðum með bíl sinn á lokaspretti æfingarinnar og stöðvaðist í brautinni. Þessi kappar eru í titilslag um helgina og Alonso er í forystu í stigamóti ökumanna. Vitaly Petrov á Renault keyrði harkalega útaf og skall á varnarvegg og Kamyi Kobayahsi á samskonar bíl fór útaf á svipuðum stað, en slapp betur. Báðir urðu þó að hætta æfingunni vegna skemmda á bílunum. Tímarnir fremstu manna: 1. Vettel, Red Bull 1.12.328, 2. Webber + 0.482, 3. Hamilton + 0.517, 4. Button + 0.839, 5. Kubica + 1.042, 6. Rosberg + 1.188, 7. Barrichello + 1.218, 8. Schumacher + 1.315, 9. Sutil + 1.590, 10. Heidfeld + 1.672.
Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira