Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar.
The China Club stendur nálægt Times Square í New York, í námunda við fyrrum höfuðstöðvar bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers.
Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir Daniel Fried, stjórnarformanni móðurfélags The China Club, að þegar kreppumerki tóku að sjást á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum haustið 2007 hafi gestum úr röðum starfsmanna Lehman Brothers fækkað hratt. Þegar bankinn fór svo á hliðina um miðjan september 2008 var ljóst hvert stefndi.
Breski bankinn Barclays á nú höfuðstöðvar Lehmans í New York. Guardian segir starfsmenn þar ekki jafn næturglaða og forvera þeirra. Þetta hafi skilað sér í afleiddri kreppu í skemmtana- og veitingabransanum, sem gæti í næsta nágrenni við bankann.
- jab