Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður 3. febrúar 2010 08:28 Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt. Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt.
Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira