Hamilton hress með eigin frammistöðu 7. apríl 2010 11:28 Lewis Hamilton var aftarlega á ráslínu í Malasíu, en vann sig upp í sjötta sæti. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjötti. "Ég veit ekki hve oft ég get ekið svona mót. Það er ekki auðvelt, en við sýndum að við höfum hraðann. Ég held að við hefðum náð fyrsta og öðru sæti í tímatökunni ef það hefði verið þurrt", sagði Hamilton í spjalli í Daily Telegraph. McLaren liðið sendi Hamilton og Jenson Button of seint út á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar og þeir féll úr leik, ræstu í sautjánda og tuttugasta sæti. "Ég get ekki kvartað. Ég held að í tveimur síðustu mótum hafi ég sýnt eitthvað gott. Þetta eru trúlega það besta sem ég hef sýnt í langan, langan tíma. Kannski frá upphafi. Við verðum bara að pressa á liðið og ef allt gengur upp, þá er sprengikraftur til staðar hjá okkur", sagði Hamilton. Hann er með 31 stig í stigamóti ökumanna, en á undan honum eru Nico Rosberg og Jenson Button með 35, Sebastian Vettel og Fernando Alonso með 37 og Felipe Massa með 39, sem leiðir meistaramótið.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira