Webber ánægður, en liðsskipti möguleg 25. maí 2010 10:49 Prins Albert afhendir mark Webber sigurlaunin í Mónakó, en Jackie Stewart fyrrum Formúlu 1 kappi fylgist með. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr. Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr.
Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira