Íslenskir kylfingar ósáttir við að klukkunni verði seinkað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2010 19:15 Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður. Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stjórn Golfsambands Íslands er allt annað en sátt við frumvarp um að seinka klukkunni á Íslandi og segir að það muni skerða tíma til golfiðkunar á sumrin. Skiptar skoðanir eru meðal almennings um klukkufrumvarpið svokallaða sem lagt var fram á Alþingi á dögunum en í því er lagt til að klukkunni verði seinkað um einn tíma af ýmsum ástæðum. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa kylfingar á Íslandi að hætta að spila golf fyrr á kvöldin í kringum þann takmarkaða tíma á sumrin sem hægt er að spila golf allan sólarhringinn. Þetta er áhyggjuefni hjá golfsambandinu þar sem málið var til umræðu á stjórnarfundi um helgina. „Flestir spila golf eftir vinnu og það er ákveðin sérstaða hér á Íslandi hvað menn geta spilað lengi. Við erum með stuttan spilatíma þannig að þetta myndi skerða þá nýtingu. Maður myndi halda í því árferði sem er þá þurfum við að leita allra hagræðinga," sagði Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá fréttina með því að smella hér fyrir ofan. Hörður segir þetta kosta breytingar á bókunarkerfum og skapa vannýtingu á mannvirkjum eins og íþróttamannvirkjum og að það sé ekki tímabært í árferðinu sem er í dag. Þetta hefur líka áhrif á miðnæturgolfið sem er orðið vinsælla og vinsælla með hverju árinu. „Við höfum verið að markaðssetja íslenskt golf erlendis og við teljum að þarna sé verið að skerða þá möguleika. Útlendingar hafa mjög gaman að því að spila hér á kvöldin og inn þessar sumarnætur okkar. Þarna verður tekjuskerðing hjá klúbbunum," sagði Hörður. Golfsambandið ætlar að koma athugasemdum sínum til þingmanna á næstu dögum. „Okkur finnst eðlilegt að þeir fái að heyra af þeim áhyggjum sem hafa komið upp innan hreyfingarinnar og meti þær síðan þegar þeir ákveða hvort að þessar breytingar séu skynsamlegar eða ekki. Þetta gæti líka verið spurning um að vera með sumartíma og vetrartíma," sagði Hörður.
Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira