Gjaldeyrisbrask með íslenskar krónur í danskri rannsókn 28. apríl 2010 12:31 Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið. Gjaldeyrisbrask fjármálafyrirtækis í Portúgal með íslenskar krónur skömmu fyrir hrunið haustið 2008 er nú liður í rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum fjárfestingabankans Saxo Bank.Fjallað hefur verið um málið í Politiken, á business.dk og börsen.dk að undanförnu. Þar kemur fram að portúgalska fjármálafyrirtækið Fortune, einn af stærri viðskiptavinum Saxo Bank, hóti nú bankanum lögsókn þar sem bankinn hafi slitið öllum samskiptum við Fortune haustið 2008. Ástæðan voru viðskipti Fortune með íslenskrar krónur sem Saxo Bank þóttu ósiðleg.Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið.Svo virðist sem Fortune hafi veðjað á hrun íslensku krónunnar í framvirkum samningum við Saxo Bank og telja Portúgalirnir að bankinn hafi ekki haft heimild til þess að stöðva viðskiptin. Í lögsókninni sem Fortune hefur hótað gegn Saxo Bank verður gerð krafa um skaðabætur upp á 75 milljónir danskra kr. eða um 1,7 milljarð kr.Fortune telur að Saxo Bank hafi svikið sig í viðskiptunum því ekki hafi verið samræmi á milli gengisins á markaðinum og þess gengis sem Saxo bank notaði til grundvallar í samskiptum sinum við Fortune.Áður en Saxo Bank hætti viðskiptum sínum við Fortune voru viðræður í gangi milli danskra og portúgalskra yfirvalda um þessi viðskipti með íslenskar krónur. Þá taldi danska fjármálaeftirlitið að aðstæður á markaðinum á þessum tíma hefðu verið það óvenjulegar að réttmætt hafi verið hjá Saxo Bank að hætta þessum viðskiptum.Nú hálfu öðru ári eftir að viðskiptunum lauk vill lögmaður Fortune að bankaleyfið verði tekið af Saxo Bank.Annette B. Andersen talsmaður danska fjármálaeftirlitsins staðfestir í samtali við Politiken að eftirlitinu hafi borist kæra frá Fortune. Eftirlitið muni kanna hvort bankinn hafi starfað í samræmi við þau lög um starfsemi fjármálafyrirtækja sem kveða á um að banka beri að tryggja viðskiptavinum sínum bestu mögulegu niðurstöðuna í fjárfestingum sínum. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gjaldeyrisbrask fjármálafyrirtækis í Portúgal með íslenskar krónur skömmu fyrir hrunið haustið 2008 er nú liður í rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum fjárfestingabankans Saxo Bank.Fjallað hefur verið um málið í Politiken, á business.dk og börsen.dk að undanförnu. Þar kemur fram að portúgalska fjármálafyrirtækið Fortune, einn af stærri viðskiptavinum Saxo Bank, hóti nú bankanum lögsókn þar sem bankinn hafi slitið öllum samskiptum við Fortune haustið 2008. Ástæðan voru viðskipti Fortune með íslenskrar krónur sem Saxo Bank þóttu ósiðleg.Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið.Svo virðist sem Fortune hafi veðjað á hrun íslensku krónunnar í framvirkum samningum við Saxo Bank og telja Portúgalirnir að bankinn hafi ekki haft heimild til þess að stöðva viðskiptin. Í lögsókninni sem Fortune hefur hótað gegn Saxo Bank verður gerð krafa um skaðabætur upp á 75 milljónir danskra kr. eða um 1,7 milljarð kr.Fortune telur að Saxo Bank hafi svikið sig í viðskiptunum því ekki hafi verið samræmi á milli gengisins á markaðinum og þess gengis sem Saxo bank notaði til grundvallar í samskiptum sinum við Fortune.Áður en Saxo Bank hætti viðskiptum sínum við Fortune voru viðræður í gangi milli danskra og portúgalskra yfirvalda um þessi viðskipti með íslenskar krónur. Þá taldi danska fjármálaeftirlitið að aðstæður á markaðinum á þessum tíma hefðu verið það óvenjulegar að réttmætt hafi verið hjá Saxo Bank að hætta þessum viðskiptum.Nú hálfu öðru ári eftir að viðskiptunum lauk vill lögmaður Fortune að bankaleyfið verði tekið af Saxo Bank.Annette B. Andersen talsmaður danska fjármálaeftirlitsins staðfestir í samtali við Politiken að eftirlitinu hafi borist kæra frá Fortune. Eftirlitið muni kanna hvort bankinn hafi starfað í samræmi við þau lög um starfsemi fjármálafyrirtækja sem kveða á um að banka beri að tryggja viðskiptavinum sínum bestu mögulegu niðurstöðuna í fjárfestingum sínum.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira