Toyota reiknar með samdrætti 3. febrúar 2010 00:01 Fjárfestar virtust fagna aukinni upplýsingagjöf Toyota vegna galla og innköllunar bíla en í gær hækkuðu bréf félagsins um 4,5 prósent í kauphöllinni í Tókýó. Fréttablaðið/Pjetur Samdráttur í sölu vegna innköllunar á bílum vegna galla í bensíngjöf nýrra Toyota-bíla kann að verða meiri en vegna fyrri innkallana, að sögn framkvæmdastjóra Toyota Motor Corp., Shinichi Sasaki. Hann segir þetta vera vegna þess að gallinn sé alvarlegri en áður hafi þekkst hjá fyrirtækinu. Sasaki, sem hefur umsjón með gæðastjórnun hjá bílaframleiðandanum, viðurkennir, að sögn fréttastofu AP, að fyrirtækið hafi verið seint til að bregðast við vandanum sem fólst í gallaðri bensíngjöf sumra bíla. Gallinn lýsir sér í því að bensíngjöfin getur fest í fullri inngjöf. Hann segir enn ekki vitað hver áhrif innköllunarinnar verði, en nefnir að algengt sé að sala falli um fimmtung fyrsta mánuðinn eftir innköllun, en jafni sig svo smám saman. Samkvæmt tölum sem Toyota birti í gær nær innköllunin til 4,45 milljóna bíla um heim allan, 2,48 milljónir í Bandaríkjunum, 1,71 milljón í Evrópu, 80 þúsund bílar í Kína og 180 þúsund á öðrum svæðum. - óká Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samdráttur í sölu vegna innköllunar á bílum vegna galla í bensíngjöf nýrra Toyota-bíla kann að verða meiri en vegna fyrri innkallana, að sögn framkvæmdastjóra Toyota Motor Corp., Shinichi Sasaki. Hann segir þetta vera vegna þess að gallinn sé alvarlegri en áður hafi þekkst hjá fyrirtækinu. Sasaki, sem hefur umsjón með gæðastjórnun hjá bílaframleiðandanum, viðurkennir, að sögn fréttastofu AP, að fyrirtækið hafi verið seint til að bregðast við vandanum sem fólst í gallaðri bensíngjöf sumra bíla. Gallinn lýsir sér í því að bensíngjöfin getur fest í fullri inngjöf. Hann segir enn ekki vitað hver áhrif innköllunarinnar verði, en nefnir að algengt sé að sala falli um fimmtung fyrsta mánuðinn eftir innköllun, en jafni sig svo smám saman. Samkvæmt tölum sem Toyota birti í gær nær innköllunin til 4,45 milljóna bíla um heim allan, 2,48 milljónir í Bandaríkjunum, 1,71 milljón í Evrópu, 80 þúsund bílar í Kína og 180 þúsund á öðrum svæðum. - óká
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira