Áætlun um aðstoð við Grikki samþykkt 26. mars 2010 00:01 Á leiðtogafundi. Nicolas Sarkozy frá Frakklandi, Jose Luis Zapatero frá Spáni, George A. Papandreou frá Grikklandi og Angela Merkel frá Þýskalandi. nordicphotos/AFP AP Evruríkin sextán komu sér í gær saman um að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð, ef önnur úrræði duga ekki. Önnur evrulönd, sem eiga í alvarlegum fjárhagsvandræðum, geta fengið aðstoð á sömu forsendum. Frakkar og Þjóðverjar höfðu fyrir fundinn náð samkomulagi um áætlun til hjálpar Grikkjum, sem felur í sér að þeim verði veitt rúmlega 20 milljarða evra lán, en því aðeins að aðrir lánamöguleikar á frjálsum markaði lokist alveg. Á aukafundi evruríkjanna í tengslum við leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í gær var áætlunin samþykkt. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að hluti lánsins komi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en megnið af upphæðinni skiptist á milli hinna fimmtán evruríkjanna. Jan Claude-Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, styður einnig þessa áætlun. Angela Merkel Þýskalandskanslari hafði lagt mikla áherslu á að Grikkir fengju engin lán frá Evrópusambandsríkjum nema aðrir lánamöguleikar lokist. Hún náði þessari kröfu sinni fram, en á móti kemur að Þjóðverjar þyrftu líklega að greiða Grikkjum meira en önnur ríki samkvæmt þessari áætlun.- gb Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
AP Evruríkin sextán komu sér í gær saman um að veita Grikklandi fjárhagsaðstoð, ef önnur úrræði duga ekki. Önnur evrulönd, sem eiga í alvarlegum fjárhagsvandræðum, geta fengið aðstoð á sömu forsendum. Frakkar og Þjóðverjar höfðu fyrir fundinn náð samkomulagi um áætlun til hjálpar Grikkjum, sem felur í sér að þeim verði veitt rúmlega 20 milljarða evra lán, en því aðeins að aðrir lánamöguleikar á frjálsum markaði lokist alveg. Á aukafundi evruríkjanna í tengslum við leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í gær var áætlunin samþykkt. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að hluti lánsins komi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en megnið af upphæðinni skiptist á milli hinna fimmtán evruríkjanna. Jan Claude-Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, styður einnig þessa áætlun. Angela Merkel Þýskalandskanslari hafði lagt mikla áherslu á að Grikkir fengju engin lán frá Evrópusambandsríkjum nema aðrir lánamöguleikar lokist. Hún náði þessari kröfu sinni fram, en á móti kemur að Þjóðverjar þyrftu líklega að greiða Grikkjum meira en önnur ríki samkvæmt þessari áætlun.- gb
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira