Páll Óskar stundum alveg á túr í myndatökunum 11. nóvember 2010 08:00 Á sýningunni eru 34 sviðsettar ljósmyndir Oddvars af Palla og einnig kemur út bók í formi stórra póstkorta. Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Páll Óskar og listamaðurinn Oddvar Örn hófu samstarf fyrir nokkrum árum í kjölfarið á Gay Pride í Reykjavík. Afrakstur samstarfsins má berja augum í Smáralind á laugardaginn, en þá hefst sýningin Páll Óskar eftir Oddvar. „Þetta er ógeðslega gaman. Við hlæjum endalaust í tökunum enda með svipaðan húmor," segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson um vinnu sína með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ljósmyndasýningin Páll Óskar eftir Oddvar hefst í Smáralind á laugardaginn. 34 sviðsettar ljósmyndir sem Oddvar tók af poppstjörnunni verða sýndar og af því tilefni kemur út bók í formi stórra póstkorta. Oddvar hefur verið hirðljósmyndari Páls undanfarin ár og segir hann vera frábæra fyrirsætu. „Hann er náttúrulega rosalega myndarlegur og með öll þessu flottu hlutföll sem módel þurfa að hafa," segir Oddvar. „Svo er hann með sjálfstraustið í lagi og það skiptir rosalega miklu máli." En er Páll einhvern tíma með dívutakta í myndatökunum? „Jú, jú, stundum er hann alveg á túr. Ég fæ stundum að finna fyrir því." Páll Óskar bregður sér meðal annars í hlutverk flugmanns, skáta, ofurhetju, sjómanns, pitsusendils og gagnkynhneigðs handboltakappa á myndunum. Oddvar segist kunna ótrúlega vel að meta síðastnefndu myndina. Oddvar Örn. „Hún virkar eins og týpísk Fréttablaðsmynd. Kannski er þetta einkahúmor - Palli er náttúrulega megahommi og maður hefur svo oft séð þessa gaura, ótrúlega káta með aðalskvísuna og nýfætt barn," útskýrir Oddvar. „Svo eru þeir að lifa tvöföldu lífi; spila með báðum liðum án þess að gera það opinbert. Það er tilfinning okkar Palla og margra samkynhneigðra. Það er svo mikið af karlmönnum sem koma aldrei út úr skápnum, þannig að það er flott að setja Palla í þennan búning. Það vita allir að hann er ekki straight." Oddvar ítrekar þó að allir geti túlkað myndirnar á sinn hátt. Oddvar játar að það sé frábært tækifæri fyrir sig sem ungan listamann að vinna með Páli Óskari og vonast til þess að vinnan opni fleiri dyr. „Ef ekki, þá held ég áfram að gera mína list. Á meðan ég er hamingjusamur er ég sáttur," segir hann. Í tilefni af opnuninni treður Páll Óskar upp og áritar í Hagkaupum Smáralind klukkan 14 á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira