Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2010 12:30 Phil Mickelson. Mynd/AP Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira