Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:43 Messi skoraði fjögur mörk í kvöld. Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira
Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Sjá meira