Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 18:05 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Stefán Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17 Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira