Launahæsti bankamaður í Evrópu fær 2,4 milljarða króna á ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2010 07:00 Brady Dougan fær 2,4 milljarða á ári. Mynd/ AFP. Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. Einungis John Stumpf, forstjóri bandaríska bankans Wells Fargo er launahærri. Hann fær 2,9 milljarða í laun á ári. Á eftir Dougan í röðinni kemur Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. Hann fær um það bil 1,7 milljarða í laun á ári. Credit Suisses greiddi æðstu stjórnendum í fyrra alls um 19 milljarða íslenskra króna í laun. Sérfræðingur sem FT ræddi við telur að þessi tala geti hækkað þar sem ofurlaun bankamanna hafi ekki verið gagnrýnd eins mikið í Sviss og í mörgum öðrum ríkjum. Langstærstur hluti af þeim 2,4 milljörðum sem Dougans fær í laun, eða um 2,2 milljarðar, eru bónusar og hlunnindi. Afgangurinn er föst laun. Þensluárið mikla 2007 voru laun Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, rúmar 740 milljónir yfir allt árið, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var launahæsti bankamaðurinn á Íslandi það árið. Lauslega áætlað námu laun forstjóra stóru íslensku bankanna um 15-17 milljónum króna á ári eftir þjóðnýtingu þeirra. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. Einungis John Stumpf, forstjóri bandaríska bankans Wells Fargo er launahærri. Hann fær 2,9 milljarða í laun á ári. Á eftir Dougan í röðinni kemur Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. Hann fær um það bil 1,7 milljarða í laun á ári. Credit Suisses greiddi æðstu stjórnendum í fyrra alls um 19 milljarða íslenskra króna í laun. Sérfræðingur sem FT ræddi við telur að þessi tala geti hækkað þar sem ofurlaun bankamanna hafi ekki verið gagnrýnd eins mikið í Sviss og í mörgum öðrum ríkjum. Langstærstur hluti af þeim 2,4 milljörðum sem Dougans fær í laun, eða um 2,2 milljarðar, eru bónusar og hlunnindi. Afgangurinn er föst laun. Þensluárið mikla 2007 voru laun Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, rúmar 740 milljónir yfir allt árið, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var launahæsti bankamaðurinn á Íslandi það árið. Lauslega áætlað námu laun forstjóra stóru íslensku bankanna um 15-17 milljónum króna á ári eftir þjóðnýtingu þeirra.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira