Feluleikir í Glitni 13. apríl 2010 06:00 Lárus Welding Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi: „Ekki góðar fréttir. Gefur Vilhjálmi mögulega skotfæri á fundinum. Hvernig gat þetta gerst?“ Hann fékk þetta svar: „Þar sem greiðslan er á árinu 2008 – verður þetta ekki sett fram í reikningum 2007. Þetta verður því ekki til umfjöllunar.“ Stjórnendur Glitnis ákváðu einnig að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu sem Lárus Welding átti að fá í ráðningarbónus í febrúar 2008 um eitt ár. Því fylgdu 250 milljóna króna gjöld og skuldbindingar til viðbótar. Frestunin gerði það að verkum að hægt var að komast hjá því að gefa greiðslurnar upp í ársreikningi fyrir 2007 og ársfjórðungsuppgjöri 2008. Þannig var staða bankans fegruð verulega, enda nam skuldbindingin 5,1 prósenti af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi. Nefndin reiknar það út að samningurinn, sem gerður var við Lárus Welding til fimm ára þegar hann hóf störf, hafi alls verið upp á 5,1 milljarð króna – sem gerir rúmlega milljarð á ári. Samningurinn var afgreiddur á 35 mínútna fundi. - sh Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi: „Ekki góðar fréttir. Gefur Vilhjálmi mögulega skotfæri á fundinum. Hvernig gat þetta gerst?“ Hann fékk þetta svar: „Þar sem greiðslan er á árinu 2008 – verður þetta ekki sett fram í reikningum 2007. Þetta verður því ekki til umfjöllunar.“ Stjórnendur Glitnis ákváðu einnig að fresta 300 milljóna króna eingreiðslu sem Lárus Welding átti að fá í ráðningarbónus í febrúar 2008 um eitt ár. Því fylgdu 250 milljóna króna gjöld og skuldbindingar til viðbótar. Frestunin gerði það að verkum að hægt var að komast hjá því að gefa greiðslurnar upp í ársreikningi fyrir 2007 og ársfjórðungsuppgjöri 2008. Þannig var staða bankans fegruð verulega, enda nam skuldbindingin 5,1 prósenti af hagnaði bankans á fyrsta ársfjórðungi. Nefndin reiknar það út að samningurinn, sem gerður var við Lárus Welding til fimm ára þegar hann hóf störf, hafi alls verið upp á 5,1 milljarð króna – sem gerir rúmlega milljarð á ári. Samningurinn var afgreiddur á 35 mínútna fundi. - sh
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira