Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur 20. september 2010 18:26 Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira