Járnkallinn þvottekta sumarmynd Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. maí 2010 12:00 Scarlett Johansson kemur sterk inn í Iron Man 2. Kvikmyndir *** Iron Man 2 Leikstjóri: Jon Favreau Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Mickey Rourke, Don Cheadle Ellefu ára sonur minn hefur lagt mjög hart að mér að ég noti þetta tækifæri til þess að koma því á framfæri að Iron Man 2 sé „æðisleg, frábær og miklu betri en fyrsta myndin". Full djúpt í árinni tekið en Iron Man 2 er vissulega hressileg ofurhetjumynd sem uppfyllir allar kröfur sem hafa verið gerðar til „sumarmynda" undanfarin tuttugu ár eða svo. Myndin stendur hins vegar ekki fyllilega undir væntingum harðsoðinna Marvel-nörda sem byggja réttilega á Iron Man frá árinu 2008. Sú mynd var alveg sérlega vel heppnuð, löðrandi í fjöri og spennu, og kom Járnkallinum á kortið fyrir alvöru en hann hefur í gegnum tíðina staðið í skugganum af öllu þekktari Marvel-kempum á borð við Spiderman, Daredevil, Hulk og X-Men. Þótt búningur Járnkallsins sé voðalega flottur þá er það fyrst og fremst maðurinn, Tony Stark, sem klæðist honum sem gerir Iron Man að áhugaverðri ofurhetju og að sama skapi er það Robert Downey Jr. í hlutverki Starks sem gerir Iron Man-myndirnar jafn skemmtilegar og raun ber vitni. Stark er vellauðugur, hrokafullur, ofurgreindur, egósentrískur og alkóhólíseraður vopnaframleiðandi sem hefur í byrjun myndar númer tvö náð að koma á heimsfriði sem Járnkallinn. Að öðru leyti blæs ekkert of byrlega fyrir okkar manni. Orkugjafinn sem skrúfaður er í brjóst hans og heldur í honum lífinu um leið og hann knýr ofurbúninginn áfram er að sjúga úr honum líftóruna. Þá ásælist leiðinlegur keppinautur (Sam Rockwell í miklu stuði) hans á vopnamarkaði búning Járnkallsins og til að kóróna vesenið mætir vöðvabúntið Mickey Rourke til leiks í hlutverki Rússa sem á óuppgerðar sakir við Stark. Stark hefur því í ansi mörg horn að líta en á frekar vont með einbeitingu framan af þar sem drykkjusýkin og sjálfseyðingarhvöt þess sem veit að hann er að deyja trufla hann. Myndin er því fulllengi í gang á kostnað hasarsins, sem við erum flest mætt til að sjá, en þegar hún hrekkur í gang fyrir alvöru er sko ekki yfir neinu að kvarta. Robert Downey Jr. er sem fyrr frábær og ber myndina uppi þótt hann fái ágætan stuðning frá Rockwell og Rourke, sem þarf að vísu ekki að reyna mikið á sig í rullu reiða Rússans. Það er hins vegar Scarlett Johansson sem stelur senunni í hlutverki Black Widow en stúlkan sú á geggjaðasta slagsmálaatriði myndarinnar og er vægast sagt flott í þeim hamagangi. Hér er því svosem ekki yfir neinu að kvarta en samt vantar neistann og frumkraftinn sem keyrði fyrri myndina áfram. Niðurstaða: Járnkallinn missir aðeins dampinn á milli mynda en persónutöfrar hins frábæra Roberts Downey Jr. bera myndina uppi með ágætum stuðningi frá fínu aukaleikaraliði. Myndin er fulllengi í gang en þegar það gerist klárar Iron Man dæmið í þvottekta sumarmynd. Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir *** Iron Man 2 Leikstjóri: Jon Favreau Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Mickey Rourke, Don Cheadle Ellefu ára sonur minn hefur lagt mjög hart að mér að ég noti þetta tækifæri til þess að koma því á framfæri að Iron Man 2 sé „æðisleg, frábær og miklu betri en fyrsta myndin". Full djúpt í árinni tekið en Iron Man 2 er vissulega hressileg ofurhetjumynd sem uppfyllir allar kröfur sem hafa verið gerðar til „sumarmynda" undanfarin tuttugu ár eða svo. Myndin stendur hins vegar ekki fyllilega undir væntingum harðsoðinna Marvel-nörda sem byggja réttilega á Iron Man frá árinu 2008. Sú mynd var alveg sérlega vel heppnuð, löðrandi í fjöri og spennu, og kom Járnkallinum á kortið fyrir alvöru en hann hefur í gegnum tíðina staðið í skugganum af öllu þekktari Marvel-kempum á borð við Spiderman, Daredevil, Hulk og X-Men. Þótt búningur Járnkallsins sé voðalega flottur þá er það fyrst og fremst maðurinn, Tony Stark, sem klæðist honum sem gerir Iron Man að áhugaverðri ofurhetju og að sama skapi er það Robert Downey Jr. í hlutverki Starks sem gerir Iron Man-myndirnar jafn skemmtilegar og raun ber vitni. Stark er vellauðugur, hrokafullur, ofurgreindur, egósentrískur og alkóhólíseraður vopnaframleiðandi sem hefur í byrjun myndar númer tvö náð að koma á heimsfriði sem Járnkallinn. Að öðru leyti blæs ekkert of byrlega fyrir okkar manni. Orkugjafinn sem skrúfaður er í brjóst hans og heldur í honum lífinu um leið og hann knýr ofurbúninginn áfram er að sjúga úr honum líftóruna. Þá ásælist leiðinlegur keppinautur (Sam Rockwell í miklu stuði) hans á vopnamarkaði búning Járnkallsins og til að kóróna vesenið mætir vöðvabúntið Mickey Rourke til leiks í hlutverki Rússa sem á óuppgerðar sakir við Stark. Stark hefur því í ansi mörg horn að líta en á frekar vont með einbeitingu framan af þar sem drykkjusýkin og sjálfseyðingarhvöt þess sem veit að hann er að deyja trufla hann. Myndin er því fulllengi í gang á kostnað hasarsins, sem við erum flest mætt til að sjá, en þegar hún hrekkur í gang fyrir alvöru er sko ekki yfir neinu að kvarta. Robert Downey Jr. er sem fyrr frábær og ber myndina uppi þótt hann fái ágætan stuðning frá Rockwell og Rourke, sem þarf að vísu ekki að reyna mikið á sig í rullu reiða Rússans. Það er hins vegar Scarlett Johansson sem stelur senunni í hlutverki Black Widow en stúlkan sú á geggjaðasta slagsmálaatriði myndarinnar og er vægast sagt flott í þeim hamagangi. Hér er því svosem ekki yfir neinu að kvarta en samt vantar neistann og frumkraftinn sem keyrði fyrri myndina áfram. Niðurstaða: Járnkallinn missir aðeins dampinn á milli mynda en persónutöfrar hins frábæra Roberts Downey Jr. bera myndina uppi með ágætum stuðningi frá fínu aukaleikaraliði. Myndin er fulllengi í gang en þegar það gerist klárar Iron Man dæmið í þvottekta sumarmynd.
Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira