Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna 28. nóvember 2010 15:40 Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira