Titilmöguleikar McLaren fara minnkandi 11. október 2010 14:51 Lewis Hamilton fékk far í forláta farkosti þegar ökumenn voru kynntir fyrir kappaksturinn í Japan í gær. Mynd: Getty Images Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh. Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Möguleikar McLaren ökumanna í Formúlu 1 á því að vinna meistaratitilinn í minnkuðu talsvert þegar keppinautar þeirra röðuðu sér í þrjú efstu sætin í kappakstrinum í Japan á sunnudag. Lewis Hamilton er í fjórða sæti í stigamótinu og Jenson Button í því fimmta. Þá er McLaren liðið í öðru sæti í stigamóti bílasmiða á eftir Red Bull sem vann tvöfaldan sigur á sunnudag. Red Bull er með 426 stig, en Mercedes 381 í keppni bílasmiða. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206, en Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Martin Whitmarsh var spurður að því á autosport.com hvort McLaren væri að missa af lestinni hvað titlanna varðar. "Við verjum ekki tíma okkar í að hafa áhyggjur, heldur verjum við tíma okkar í að gera eitthvað í málunum. Við verðum að fullvissa okkur um að bíllinn sé traustur, verði betri og stefnum á að gera okkar besta í næstu mótum." Hamilton gekk ekki sérlega vel þessa mótshelgina. Hann klessti bíl sinn á föstudagsæfingum og gat því lítið prófað bílinn. Síðan fékk hann 5 sæta refsingu eftir tímatökuna, þar sem skipta þurfti um gírkassa í bíl hans. En gæfan var ekki með honum því þriðji gírinn bilaði í nýja gírkassanum í keppninni, en hann komst samt í endamark í fimmta sæti. Whitmarsh sagði að þrátt fyrir að eitthvað hefði bilað í gírkassa á ný, þá myndi Hamilton ekki fá refsingu fyrir næsta mót, ef skipta þarf um gírkassa. "Við munum leggja allt í sölurnar í þremur síðustu mótunum. Við hættum ekki fyrr en möguleikarnir eru ekki lengur til staðar", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira