Geir segir framkomu forseta landsdóms gegn sér vítaverða Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2010 15:57 Geir segir hegðun Alþingis gegn sér vera vítaverða. Mynd/ GVA. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir vinnubrögð varðandi málsókn Alþingis gegn sér vera vítaverð. Ástæðan er lagafrumvarp sem dómsmálaráðherra lagði fram í síðustu viku um breytingar á landsdómi eftir tillögum sem hann fékk frá forseta dómsins. „Forseti dómsins hefur með öðrum orðum undirbúið breytingar á lagaumgjörðinni um það mál sem Alþingi hefur höfðað gegn mér eftir að ákvörðun um málshöfðun lá fyrir. Síðan hefur forsetinn sent þær tillögur til ráðherra sem sjálfur greiddi atkvæði með málshöfðun gegn mér og hefur, eins og hans pólitísku samherjar, mikla pólitíska hagsmuni af því að ég verði sakfelldur," segir Geir í erindi sem hann sendir fjölmiðlum. Geir segir þessi vinnubrögð vera með ólíkindum. „Ég tel þessi vinnubrögð vítaverð og skiptir í því sambandi ekki máli þótt sum þau atriði sem lagt er til að verði breytt geti talist minni háttar. Alþingi var vel kunnugt um að einhverjir annmarkar væru á lagaumgjörðinni um landsdóm þegar ákveðið var að höfða málið, en lögin voru þó talin nothæf. Breytingar á lögunum nú, eftir að ákvörðun um ákæru hefur verið tekin, fá ekki staðist, a.m.k. ekki án þess að leitað sé samþykkis allra málsaðila. Raunar væri fróðlegt að vita hvort leitað var munnlegrar eða skriflegrar umsagnar saksóknara Alþingis á téðum tillögum um breytingar á lögunum," segir Geir. Þá ítrekar Geir jafnframt gagnrýni sína á að honum skuli ekki hafa verið skipaður verjandi. „Í lögunum um landsdóm segir í 15. grein að forseti landsdóms skuldi skipa hinum ákærða verjanda svo fljótt sem verða má," segir Geir í erindi sínu. Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir vinnubrögð varðandi málsókn Alþingis gegn sér vera vítaverð. Ástæðan er lagafrumvarp sem dómsmálaráðherra lagði fram í síðustu viku um breytingar á landsdómi eftir tillögum sem hann fékk frá forseta dómsins. „Forseti dómsins hefur með öðrum orðum undirbúið breytingar á lagaumgjörðinni um það mál sem Alþingi hefur höfðað gegn mér eftir að ákvörðun um málshöfðun lá fyrir. Síðan hefur forsetinn sent þær tillögur til ráðherra sem sjálfur greiddi atkvæði með málshöfðun gegn mér og hefur, eins og hans pólitísku samherjar, mikla pólitíska hagsmuni af því að ég verði sakfelldur," segir Geir í erindi sem hann sendir fjölmiðlum. Geir segir þessi vinnubrögð vera með ólíkindum. „Ég tel þessi vinnubrögð vítaverð og skiptir í því sambandi ekki máli þótt sum þau atriði sem lagt er til að verði breytt geti talist minni háttar. Alþingi var vel kunnugt um að einhverjir annmarkar væru á lagaumgjörðinni um landsdóm þegar ákveðið var að höfða málið, en lögin voru þó talin nothæf. Breytingar á lögunum nú, eftir að ákvörðun um ákæru hefur verið tekin, fá ekki staðist, a.m.k. ekki án þess að leitað sé samþykkis allra málsaðila. Raunar væri fróðlegt að vita hvort leitað var munnlegrar eða skriflegrar umsagnar saksóknara Alþingis á téðum tillögum um breytingar á lögunum," segir Geir. Þá ítrekar Geir jafnframt gagnrýni sína á að honum skuli ekki hafa verið skipaður verjandi. „Í lögunum um landsdóm segir í 15. grein að forseti landsdóms skuldi skipa hinum ákærða verjanda svo fljótt sem verða má," segir Geir í erindi sínu.
Landsdómur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira